ísbjarnablús

Já sennilega færi um fólk upp á hálendinu ef þar er sá þriðji ( ísbjörninn ) sem menn á Skaga dreymdi fyrir. Menn grínast með þetta og er það allt í lagi auðvitað. Það myndi nú skvettast til í lattebollunum hjá friðunarsinnum ef þeir fengu svona heimsókn í Reykjavík. Allavega finnst mér betra að hafa ísbirni sem lengst frá Íslandi, nema að vera vel vopnuð. 'Eg fór í 8 daga gönguferð á Grænlandi fyrir 5 árum, reyndar skil ég ekki í dag hvernig ég komst það, en það er nú önnur saga. Aldrei hvarflaði það að okkur í gönguhópnum að hafa áhyggjur af ísbjörnum, frekar en þeir væru ekki til, samt var nóg af svaka ísjökum og alveg gríðarleg upplifun að koma til Grænlands. Mig langar þangað aftur. Skrýtið þarna að fólkið reynir ekki að hafa eitthvað upp úr ferðamönnum, þeir nenntu ekkert frekar að liðsinna okkur, t.d. langaði okkur upp í dal sem voru svo mikið af sérstökum steinum, það kostaði japl og muður að fá einhvern til að keyra hópinn áleiðis. Og minjagripir voru varla til neinsstaðar , reyndar ekki búðir heldur, nema smá matvörubúð á hverjum stað með danskar frosnar eða dósa vörur. Og ég sem er handavinnu fíkill og hef alltaf gaman af að skoða menningu og sérstaklega handbragð heimamanna, en það var ekki kostur á því. Við vorum í eystri byggð, þar sem Ísland tengist sögunni. Fórum í Hvalnes, sem var alveg frábært og að Görðum, gistum þar og í Brattahlíð þar sem Árni Jonsen "lét byggja kirkju" allavega var hann þar með föruneyti. Afar gaman að koma þar og gott að gista. Grænlendingar virka þannig að það er kannski, menn eru ekkert að stressa sig, kannski kemur báturinn sem ætlar að ferja okkur yfir fjörðinn, kannski kemur hann ekki, bara að bíða og sjá. Kom á óvart, því við héldum að áætlunarferð væri pottþétt. Þjóðbúningurinn þeirra er frábær, við fengum að skoða hjá gistihúseiganda í afskekktum dal.

Ég skartaði mínum islenska þjóðbúningi á 17. júní eins og ég geri alltaf þann dag. Það er svo gaman að klæðast honum og nota ég mörg tækifæri til að nota hann.


langt síðan síðast

Já það er langt á milli skrifa hjá mér. En það gengur allt eins og í sögu. Ég er núna 67 kíló suma daga 68, og nú er bara að gera rétt og endalaust að hugsa um að borða rétt og borða nóg. Ég er búin að vera að svindla undanfarnar 2 vikur, við vorum á Kanarí og bjórinn er svo freystandi, en hann er alveg eitur í sambandi vi björgunarhringinn sem kemur um mann miðjan. Ég skutlaði einu kílói á mig úti en það er svosem allt í lagi, ef ég get haft stjórn á mataræðinu núna , ég held að þetta verði allt í lagi. Þetta er ágæt stærð og nú er ég búin að fata mig svo fínt upp á USA ferðunum, ég fór nefnilega þangað í haust og kom heim um miðjan nóv. með 70 og einhver kíló af farangri, allar jólagjafir og fullt af jóla öllu mögulegu. Það er auðvelt að missa sig í USA og ég var úti á hrekkjavökunni, skar í grasker með tengdadótturinni og ömmudætrunum, svaka flott og svo var okkur boðið í heimahús hjá kunningjahjónum sonar og tengda. það var um 50 manns alsstaðar að úr heiminumm, við vorum 10 íslendingar og allir í búning og svo út að ná sér í nammi, þetta var alveg frábært og gaman að taka þátt í þessu. Ég hélt að þetta væri bara svona í sögubókum. En nú er fjölsk. flutt heim á klakann og maður fer ekki fleiri ferðir í land tækifæranna á næstunni. Það er auðvitað ósköp gott að hafa þau heima á Íslandi, en voða var gaman að fara út til þeirra, tala nú ekki um Mollin, sem urðu eins og ævintýraland undir miðjan nóv.

Það er skrítið að vera bara helmingurinn af sjálfri mér. Fólk sem hefur þekkt mig frá barnsaldri þekkir mig ekki á götu, og á Kanarí hitti ég gamlan sveitunga sem als ekki þekkti mig og þurfti ég að kynna mig. Fyndið. Ég er búin að vera með prjónadellu, eftir að ég minnkaði þá er svo gaman að prjóna á mig, kjóla , peysur, vesti og hvað sem er. Ég prjónaði dress á mig skósítt, fyrir jólin, eingirnis pils og peysu. Svo gerði ég kjól úr eingirni ( einband heitir það víst núna ) allavega er kjóllinn æði, svo fór ég með prjónana til Kanarí og sat oft á morgnanna með þá, en á prjónunum er sjal með ermum uppskrift úr svaka flottu blaði sem kom út fyrir stuttu. Blaðið er svo flott að mig langar að gera allt sem er í því. En ætli ég fari ekki að staldra við og prjóna eitthvað á barnabörnin. Held það bara


Gönguferð í Fjörður

Já það er víst að margt er breitt síðan fyrir einu ári. Ég er búin að ganga mjög mikisíðan í haust, sérstaklega í sumar. Ég gekk Lögmannshlíðarhringinn, heiman frá mér á sunnudaginn, það voru 14,2 km. sem ég gekk þá. Svo á mánudag rættist langþráður draumur að ganga í Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Við fórum á tveim bílum tvenn hjón og ókum að Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði og gengum þaðan upp hls sem er milli fjarðanna og þaðan í Þönglabakka. Það var fallegt veður og yndislegt að koma í Þönglabakka, á slóðir forfeðranna. En Jón Reykjalín sem lengi var prestur í Þönglabakka var forfaðir minn. Þarna hafði ég ekki komið síðan fermingarárið mitt sem var fyrir 40 árum. Ég hef oft hugsað um að fara en ekki haft heilsu til þess fyrr en nú. Ég er orðin 59 kílóum léttari en ég var um þetta leiti í fyrra. Og munar um minna. Þetta er alveg annað líf, það er óhætt að sega það. Maður hefur varla undan að fata sig upp. Sérstaklega buxur, það er svo vont að vera alltaf með þær á hælunum, eins og dissararnir. Ég fór aftur til USA í maí og keypti mér þá buxur sem ég rétt gat troðið mér í svo núna eru þær orðnar allt of stórar. Ég held ég þurfi að fara til USA í haust. Það er náttúrulega erindi sem er aldrei of nýtt að heimsækja son, tengdadóttur og barnabörnin tvö sem þar eru. Ég keypti mér pils um daginn númer 42 það er 14 númerum minna en það sem ég var í í fyrra En þetta er ekki átakalaust það er erfitt að koma í sig mat og borða þá það sem er með nægu eldsneyti fyrir líkamann. Þannig að maður verði ekki vannærður. Ég legg altaf af 1-2 kíló á fáeinum dögum og er svo í rólegheitum þess á milli. Þegar kílóin fara hratt verð ég eins og tuska og er slöpp og það ætlar að líða yfir mig við minnsta tilefni. En ég jafna mig það tekur svolítinn tíma. Og þetta er alveg gefandi fyrir að losna við aukakílóin. Ég myndi gera þetta aftur ef ég bakkaði um ár og vissi hvað yrði framundan.


Ný kona

Já það má sega að ég er að verða ný, allavega afar mikið breitt kona. Þannig er að þann 14 nóv. fór ég í svokallaða hjáveituaðgerð á Landsspítalanum. Þessi aðgerð er mjög róttæk og er 90% magans tekinn úr umferð og er undirbúningur og eftirfylgni mjög fín. Þetta er ferli sem tekur nokkra mánuði. Ég fór í Kristnes í haust í 5 vikur og er mataræðið tekið í gegn, einnig er ganga og líkamsrækt og ýmsir fyrirlestrar, ég fór svo í aðgerðina og tekur þá við hálfur mán. á fljótandi fæði og svo mauk fram að áramótum. Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér, 45 kíló farin og er engin eftirsjá að þeim. Ég er heppin að fá svo að sega engar aukaverkanir, en ég hef líka algerlega farið eftir því sem læknarnir ráðleggja, ekki einu sinni 1 kaka um jólin. En maður þarf að hafa fyrir þessu passa að borða nóg oft og drekka vel, lítið í einu og vítamín þarf að taka. og svo að hreyfa sig daglega ég geng alltaf 3 og 6-7 kílómetra til skiptis og svo syndi ég líka. Þessi aðgerð var alveg lausn fyrir mig sem hef alla mína ævi verið í megrun, einu sinni í megrun lagði ég af tæp 50 kíló en þessi kíló eru svo fljót að koma aftur. Það vantar held ég fræðslu og einnig breytt hugarfar þegar maður fer í svona átak. Nú er bara að vona að allt gangi vel áfram og það má ekki gerast annað. Ég á eftir svona 10 kíló að settu marki. Fataskápurinn minn var alveg orðinn tómur enda munar um 10 númer. Ég brá mér því í heimsókn til sonar míns og tengdadóttur sem búa í New Hampshire og þar var fyllt á skápinn. Það er æðislegt að versla í USA bæði föt og fóður, allt svo ódýrt að það var hægt að veita sér það sem mig langaði í ,meira um það síðar, 

handavinna

Ég er mikil handavinnukona, vandinn er að ég þarf helst að prufa allt sem nöfnum tjáir að nefna. Í dag hitti ég nokkrar konur , sem ég hitti hálfsmánaðarlega og við kniplum saman. Við höfum komið saman í mörg ár líklega 8 ár, það er alltaf jajn gaman að hitta þessar konur. Knipl er gamalt handverk sem er nú aðeins að verða sýnilegra en var. Allmargar konur knippluðu í gamla daga aðallega borða aftan á bol íslenska upphlutarins. Og svo ýmisskonar blúndur og fínerí. Í gær var ég á "vinnustofu"sem ég á stundum kallað athvarf, ég er að mála gamla bæi eftir myndum, þar á meðal bæir sem voru í Fjörðum, það er æðislegt að mála þessa gömlu bæi. Þarna er málað postulín öll miðvikudagskvöld, systur og systurdætur og svo koma oft frænkur í heimsókn bara að spjalla sem er líka nauðsynlegt, bara gaman að því, það er stundum margt um mannin á Loftinu okkar. Svo er málað keramik, saumaður harðangur, perlað, heklað og prjónað, þarna geymi ég öll mín munsturblöð sem er mikið magn, ég held til haga öllum þeim munstrum sem mér áskotnast ekki síst það sem gamalt er. Einu sinni þæfðum við systur sjöl, það var æðislegt. Það væri gaman að komast í kynni við konur með handavinnudellu, þekki nú býsna margar en maður getur alltaf á sig blómum bætt.

jarðböðin

Jarðböðin í Mývatnssveit eru æði. Fórum þangað á annan í páskum og nutum þess að liggja í heitu vatninu. Svo var nú ákveðið að athuga með sjoppumat eftir að allir voru búnir að fá nóg í baðinu. Það var nú ekki neins staðar að sjá líf nema í Selinu, veitingastaðurinn þar var opinn og eitthvað af fólki þar inni, þegar við komum í dyrnar hafði einhver glutrað niður leirtaui og brotið, þarna var afgreiðslustúlka að sópa glerbrotunum saman og sóttist verkið seint. Við biðum bara róleg ekkert lá á, svo fór nú daman að taka pantanir sem voru nú ekki merkilegar, pylsur á línuna og franskar, þetta tók óratíma og voru pylsurnar vondar og verður ekki stoppað þarna á næstunni. Þetta er auðvitað arfavitlaust að útbúa ekki samlokur í nesti þegar maður er að ferast í staðinn fyrir að ergja sig á þessum blessuðu sjoppum. Meðan við biðum eftir veitingunum kom kona og keypti bensín , hafði sú bara peninga og þurfti að fá lánað kort í afgreiðslunni , keypti hún bensín fyrir 3009 krónur og lét stúlkuna fá 5000 kall og 10 kall sennilega sér afgreiðslufólk ekki oft peninga allavega gekk illa að gefa konunni til baka því 10 kallinn var til vandræða , stúlkan var alveg lokuð fyrir þessum reikningi. Mývatnssveitin er æði en ekki þjónustan. 

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

jsd

Höfundur

Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir
Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband