Færsluflokkur: Bloggar

handavinna

Ég er mikil handavinnukona, vandinn er að ég þarf helst að prufa allt sem nöfnum tjáir að nefna. Í dag hitti ég nokkrar konur , sem ég hitti hálfsmánaðarlega og við kniplum saman. Við höfum komið saman í mörg ár líklega 8 ár, það er alltaf jajn gaman að hitta þessar konur. Knipl er gamalt handverk sem er nú aðeins að verða sýnilegra en var. Allmargar konur knippluðu í gamla daga aðallega borða aftan á bol íslenska upphlutarins. Og svo ýmisskonar blúndur og fínerí. Í gær var ég á "vinnustofu"sem ég á stundum kallað athvarf, ég er að mála gamla bæi eftir myndum, þar á meðal bæir sem voru í Fjörðum, það er æðislegt að mála þessa gömlu bæi. Þarna er málað postulín öll miðvikudagskvöld, systur og systurdætur og svo koma oft frænkur í heimsókn bara að spjalla sem er líka nauðsynlegt, bara gaman að því, það er stundum margt um mannin á Loftinu okkar. Svo er málað keramik, saumaður harðangur, perlað, heklað og prjónað, þarna geymi ég öll mín munsturblöð sem er mikið magn, ég held til haga öllum þeim munstrum sem mér áskotnast ekki síst það sem gamalt er. Einu sinni þæfðum við systur sjöl, það var æðislegt. Það væri gaman að komast í kynni við konur með handavinnudellu, þekki nú býsna margar en maður getur alltaf á sig blómum bætt.

jarðböðin

Jarðböðin í Mývatnssveit eru æði. Fórum þangað á annan í páskum og nutum þess að liggja í heitu vatninu. Svo var nú ákveðið að athuga með sjoppumat eftir að allir voru búnir að fá nóg í baðinu. Það var nú ekki neins staðar að sjá líf nema í Selinu, veitingastaðurinn þar var opinn og eitthvað af fólki þar inni, þegar við komum í dyrnar hafði einhver glutrað niður leirtaui og brotið, þarna var afgreiðslustúlka að sópa glerbrotunum saman og sóttist verkið seint. Við biðum bara róleg ekkert lá á, svo fór nú daman að taka pantanir sem voru nú ekki merkilegar, pylsur á línuna og franskar, þetta tók óratíma og voru pylsurnar vondar og verður ekki stoppað þarna á næstunni. Þetta er auðvitað arfavitlaust að útbúa ekki samlokur í nesti þegar maður er að ferast í staðinn fyrir að ergja sig á þessum blessuðu sjoppum. Meðan við biðum eftir veitingunum kom kona og keypti bensín , hafði sú bara peninga og þurfti að fá lánað kort í afgreiðslunni , keypti hún bensín fyrir 3009 krónur og lét stúlkuna fá 5000 kall og 10 kall sennilega sér afgreiðslufólk ekki oft peninga allavega gekk illa að gefa konunni til baka því 10 kallinn var til vandræða , stúlkan var alveg lokuð fyrir þessum reikningi. Mývatnssveitin er æði en ekki þjónustan. 

Um bloggið

jsd

Höfundur

Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir
Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband