Ný kona

Já það má sega að ég er að verða ný, allavega afar mikið breitt kona. Þannig er að þann 14 nóv. fór ég í svokallaða hjáveituaðgerð á Landsspítalanum. Þessi aðgerð er mjög róttæk og er 90% magans tekinn úr umferð og er undirbúningur og eftirfylgni mjög fín. Þetta er ferli sem tekur nokkra mánuði. Ég fór í Kristnes í haust í 5 vikur og er mataræðið tekið í gegn, einnig er ganga og líkamsrækt og ýmsir fyrirlestrar, ég fór svo í aðgerðina og tekur þá við hálfur mán. á fljótandi fæði og svo mauk fram að áramótum. Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér, 45 kíló farin og er engin eftirsjá að þeim. Ég er heppin að fá svo að sega engar aukaverkanir, en ég hef líka algerlega farið eftir því sem læknarnir ráðleggja, ekki einu sinni 1 kaka um jólin. En maður þarf að hafa fyrir þessu passa að borða nóg oft og drekka vel, lítið í einu og vítamín þarf að taka. og svo að hreyfa sig daglega ég geng alltaf 3 og 6-7 kílómetra til skiptis og svo syndi ég líka. Þessi aðgerð var alveg lausn fyrir mig sem hef alla mína ævi verið í megrun, einu sinni í megrun lagði ég af tæp 50 kíló en þessi kíló eru svo fljót að koma aftur. Það vantar held ég fræðslu og einnig breytt hugarfar þegar maður fer í svona átak. Nú er bara að vona að allt gangi vel áfram og það má ekki gerast annað. Ég á eftir svona 10 kíló að settu marki. Fataskápurinn minn var alveg orðinn tómur enda munar um 10 númer. Ég brá mér því í heimsókn til sonar míns og tengdadóttur sem búa í New Hampshire og þar var fyllt á skápinn. Það er æðislegt að versla í USA bæði föt og fóður, allt svo ódýrt að það var hægt að veita sér það sem mig langaði í ,meira um það síðar, 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

jsd

Höfundur

Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir
Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband