Gönguferð í Fjörður

Já það er víst að margt er breitt síðan fyrir einu ári. Ég er búin að ganga mjög mikisíðan í haust, sérstaklega í sumar. Ég gekk Lögmannshlíðarhringinn, heiman frá mér á sunnudaginn, það voru 14,2 km. sem ég gekk þá. Svo á mánudag rættist langþráður draumur að ganga í Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Við fórum á tveim bílum tvenn hjón og ókum að Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði og gengum þaðan upp hls sem er milli fjarðanna og þaðan í Þönglabakka. Það var fallegt veður og yndislegt að koma í Þönglabakka, á slóðir forfeðranna. En Jón Reykjalín sem lengi var prestur í Þönglabakka var forfaðir minn. Þarna hafði ég ekki komið síðan fermingarárið mitt sem var fyrir 40 árum. Ég hef oft hugsað um að fara en ekki haft heilsu til þess fyrr en nú. Ég er orðin 59 kílóum léttari en ég var um þetta leiti í fyrra. Og munar um minna. Þetta er alveg annað líf, það er óhætt að sega það. Maður hefur varla undan að fata sig upp. Sérstaklega buxur, það er svo vont að vera alltaf með þær á hælunum, eins og dissararnir. Ég fór aftur til USA í maí og keypti mér þá buxur sem ég rétt gat troðið mér í svo núna eru þær orðnar allt of stórar. Ég held ég þurfi að fara til USA í haust. Það er náttúrulega erindi sem er aldrei of nýtt að heimsækja son, tengdadóttur og barnabörnin tvö sem þar eru. Ég keypti mér pils um daginn númer 42 það er 14 númerum minna en það sem ég var í í fyrra En þetta er ekki átakalaust það er erfitt að koma í sig mat og borða þá það sem er með nægu eldsneyti fyrir líkamann. Þannig að maður verði ekki vannærður. Ég legg altaf af 1-2 kíló á fáeinum dögum og er svo í rólegheitum þess á milli. Þegar kílóin fara hratt verð ég eins og tuska og er slöpp og það ætlar að líða yfir mig við minnsta tilefni. En ég jafna mig það tekur svolítinn tíma. Og þetta er alveg gefandi fyrir að losna við aukakílóin. Ég myndi gera þetta aftur ef ég bakkaði um ár og vissi hvað yrði framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

jsd

Höfundur

Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir
Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband