5.4.2008 | 22:53
langt síðan síðast
Já það er langt á milli skrifa hjá mér. En það gengur allt eins og í sögu. Ég er núna 67 kíló suma daga 68, og nú er bara að gera rétt og endalaust að hugsa um að borða rétt og borða nóg. Ég er búin að vera að svindla undanfarnar 2 vikur, við vorum á Kanarí og bjórinn er svo freystandi, en hann er alveg eitur í sambandi vi björgunarhringinn sem kemur um mann miðjan. Ég skutlaði einu kílói á mig úti en það er svosem allt í lagi, ef ég get haft stjórn á mataræðinu núna , ég held að þetta verði allt í lagi. Þetta er ágæt stærð og nú er ég búin að fata mig svo fínt upp á USA ferðunum, ég fór nefnilega þangað í haust og kom heim um miðjan nóv. með 70 og einhver kíló af farangri, allar jólagjafir og fullt af jóla öllu mögulegu. Það er auðvelt að missa sig í USA og ég var úti á hrekkjavökunni, skar í grasker með tengdadótturinni og ömmudætrunum, svaka flott og svo var okkur boðið í heimahús hjá kunningjahjónum sonar og tengda. það var um 50 manns alsstaðar að úr heiminumm, við vorum 10 íslendingar og allir í búning og svo út að ná sér í nammi, þetta var alveg frábært og gaman að taka þátt í þessu. Ég hélt að þetta væri bara svona í sögubókum. En nú er fjölsk. flutt heim á klakann og maður fer ekki fleiri ferðir í land tækifæranna á næstunni. Það er auðvitað ósköp gott að hafa þau heima á Íslandi, en voða var gaman að fara út til þeirra, tala nú ekki um Mollin, sem urðu eins og ævintýraland undir miðjan nóv.
Það er skrítið að vera bara helmingurinn af sjálfri mér. Fólk sem hefur þekkt mig frá barnsaldri þekkir mig ekki á götu, og á Kanarí hitti ég gamlan sveitunga sem als ekki þekkti mig og þurfti ég að kynna mig. Fyndið. Ég er búin að vera með prjónadellu, eftir að ég minnkaði þá er svo gaman að prjóna á mig, kjóla , peysur, vesti og hvað sem er. Ég prjónaði dress á mig skósítt, fyrir jólin, eingirnis pils og peysu. Svo gerði ég kjól úr eingirni ( einband heitir það víst núna ) allavega er kjóllinn æði, svo fór ég með prjónana til Kanarí og sat oft á morgnanna með þá, en á prjónunum er sjal með ermum uppskrift úr svaka flottu blaði sem kom út fyrir stuttu. Blaðið er svo flott að mig langar að gera allt sem er í því. En ætli ég fari ekki að staldra við og prjóna eitthvað á barnabörnin. Held það bara
Um bloggið
jsd
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.