ísbjarnablús

Já sennilega færi um fólk upp á hálendinu ef þar er sá þriðji ( ísbjörninn ) sem menn á Skaga dreymdi fyrir. Menn grínast með þetta og er það allt í lagi auðvitað. Það myndi nú skvettast til í lattebollunum hjá friðunarsinnum ef þeir fengu svona heimsókn í Reykjavík. Allavega finnst mér betra að hafa ísbirni sem lengst frá Íslandi, nema að vera vel vopnuð. 'Eg fór í 8 daga gönguferð á Grænlandi fyrir 5 árum, reyndar skil ég ekki í dag hvernig ég komst það, en það er nú önnur saga. Aldrei hvarflaði það að okkur í gönguhópnum að hafa áhyggjur af ísbjörnum, frekar en þeir væru ekki til, samt var nóg af svaka ísjökum og alveg gríðarleg upplifun að koma til Grænlands. Mig langar þangað aftur. Skrýtið þarna að fólkið reynir ekki að hafa eitthvað upp úr ferðamönnum, þeir nenntu ekkert frekar að liðsinna okkur, t.d. langaði okkur upp í dal sem voru svo mikið af sérstökum steinum, það kostaði japl og muður að fá einhvern til að keyra hópinn áleiðis. Og minjagripir voru varla til neinsstaðar , reyndar ekki búðir heldur, nema smá matvörubúð á hverjum stað með danskar frosnar eða dósa vörur. Og ég sem er handavinnu fíkill og hef alltaf gaman af að skoða menningu og sérstaklega handbragð heimamanna, en það var ekki kostur á því. Við vorum í eystri byggð, þar sem Ísland tengist sögunni. Fórum í Hvalnes, sem var alveg frábært og að Görðum, gistum þar og í Brattahlíð þar sem Árni Jonsen "lét byggja kirkju" allavega var hann þar með föruneyti. Afar gaman að koma þar og gott að gista. Grænlendingar virka þannig að það er kannski, menn eru ekkert að stressa sig, kannski kemur báturinn sem ætlar að ferja okkur yfir fjörðinn, kannski kemur hann ekki, bara að bíða og sjá. Kom á óvart, því við héldum að áætlunarferð væri pottþétt. Þjóðbúningurinn þeirra er frábær, við fengum að skoða hjá gistihúseiganda í afskekktum dal.

Ég skartaði mínum islenska þjóðbúningi á 17. júní eins og ég geri alltaf þann dag. Það er svo gaman að klæðast honum og nota ég mörg tækifæri til að nota hann.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

jsd

Höfundur

Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir
Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband